Saturday, October 31, 2009
Jóhannes (2009)
Jóhannes (2009)
Jóhannes er mynd sem fjallar um maninn listamannin/myndmenntakennarann Jóhannes (Laddi) sem ákveður að hjálpa ungri stúlku(Unnur Birna) sem er föst í rigningu vegna þess að bíllinn hennar bilar. Þessi ákvörðun Jóhannesar hrindir af stað atburðarás sem á eftir að gera honum lífið leitt og lendir hann í hinum ýmsu ævintýrum þennan afdrivaríka dag.
Myndin er leikstýrð af Þorsteini Gunnari Bjarnasyni en hún er jafnframt fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd. Mér finnst Jóhannes bara vera ágætis skemmtun. Mér finnst hún ekkert frábær en hún er alls ekkert léleg. Hún er satt að segja ein af bestu íslensku myndunum sem ég hef séð í langan tíma, þó svo að það sé ekkert afrek þar sem þær hafa ekki verið upp á marga fiska. Mér fannst hún skila sínu sem íslensk grínmynd og mér finnst Laddi bara ágætur í hlutverki sínu sem Jóhannes. Það er gaman að sjá hversu fjölhæfur leikari hann er og sýnir hann það svo sannarlega í þessari mynd. Annars finnst mér leikurinn í þessari mynd ekkert rosalegur og Unnur Birna ætti að mínu mati bara að halda sér í Miss World bransanum. Mér fannst heldur ekki aðal illmennið sem leikið er af Stefáni Halli Stefánssyni standa alveg fyrir sínu. Mér fannst hann leika þetta ágætlega en fannst persónan einhvernveginn ekkert ógnvekjandi. Annars finnst mér nokkuð gott flæði í myndinni og hún skilar ágætis skemmtun. Klippingin er góð og myndatakan bara mjög fín miðað við íslenska mynd. Sem dæmi má nefna að eltingarleikurinn á hringbrautinni var mjög vel tekinn, þrátt fyrir erfiðar aðstæður.
Við í kvikmyndafræði fengum síðan tækifæri til að tala við leikstjóra myndarinnar og spurja spurninga og fannst mér hann koma mjög vel fyrir. Hann svaraði öllum spurningum sem við lögðum undir hann og satt að segja breyttist álit mitt á myndinni til hins betra eftir að hafa fengið að ræða við hann. Hann útskýrði hvaða pælingar voru að baki við tökur á myndinni og fékk ég þannig örlítið aðra sín á sumum atriðum sem höfðu farið í taugarnar á mér áður.
Jóhannes er nú ekki beint þannig mynd sem á að skilja mikið eftir sig og gerir hún það ekki en ég mæli með henni fyrir þá sem vilja sjá góða íslenska gamanmynd því hún er fínasta skemmtun.
Hér er siðan trailerinn:
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 stig.
ReplyDelete