Saturday, October 31, 2009
Rounders
Rounders (1998)
Þegar ég var að búa til topplista yfir mínar uppáhalds myndir fyrir mánuði síðan þurfti ég að velja nokkrar myndir sem voru í uppáhaldi hjá mér. Það tók mig langan tíma að ákveða hvaða myndir skyldu verða fyrir valinu og varð mér ljóst að ég væri eflaust að gleyma fullt af myndum. Þegar ég síðan fór yfir listann aftur sá ég að hefði gleymt einni af mínum lang uppáhalds myndum. Ég ákvað því að skrifa sér blogg um þessa mynd en það er myndin Rounders frá árinu 1998.
Rounders fjallar um hinn unga og upprennandi pókerspilara Mike McDermott (Matt Damon) sem lendir í því að tapa aleigu sinni í póker. Hann er einnig lögfræðinemi og eftir tapið ákveður hann að hætta að stunda fjárhættuspil og einbeita sér að náminu. Hann lofar líka kærustu sinni að hætta. Hann finnur sér aðra vinnu sem bílstjóri til þess að reyna að afla sér tekna en þegar æskuvinur hans og fyrrum pókerfélagi Worm (Edward Norton) sleppur úr fangelsi dregst hann aftur inn í heim fjárhættuspila. Kærastan hans fer frá honum og hann er í hættu að falla úr námi. Eftir það reynir hann að koma lífi sínu aftur á rétta leið, og notar til þess sína einstöku hæfileika í pókerspilun.
Rounders er leikstýrð af John Dahl en hann hefur ekki látið mikið af sér kveða sem kvikmyndaleikstjóri eftir gerð myndarinnar. Hann gerði The Great Raid (2005) en hún hefur fengið misgóða dóma en auk þess hefur hann leikstýrt sjónvarpsþáttum á borð við Californication, Battlestar Gallactica og nú síðast Dexter. Í aðalhlutverkum eru þeir Matt Damon og Edward Norton en auk þeirra eru margir aðrir frábærir leikarar á borð við John Malkovich, sem er einstaklega eftirminnilegur sem illmennið, John Landau, sem alltaf stendur fyrir sínu og svo síðast en ekki síst John Turturro, sem er einn af mínum uppáhalds leikurum. Vinur minn kynnti mér fyrir Rounders og áður en ég sá hana hafði ég nánast aldrei spilað póker áður. Hins vegar eftir að hafa séð hana fékk ég gríðarlegan áhuga á póker og finnst mér Rounders vera tvímælalaust besta pókermynd sem gerð hefur verið. Nánast allar myndir sem sína frá póker sýna það á svo rangan hátt og ég verð oft bara reiður þegar ég sé þannig atriði. Þar dettur mér helst í hug Bond-myndinni Casino Royale sem þú getur séð hér:
Rounders er hins vegar alls ekki þannig. Þar er mjög raunverulega greint frá pókerspilun og geta örugglega flestir aðrir pókerspilarar verið sammála mér um það.
Rounders er ein af uppáhalds myndum mínum og mæli ég því eindregið með henni fyrir alla, ekki bara þá sem hafa áhuga á póker, heldur alla þá sem hafa áhuga á góðum kvikmyndum.
Hér er síðan trailerinn:
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Já, þeir voru víst með sérlega póker-ráðgjafa í Rounders, og sagan segir að annar leikaranna (man ekki hvort það var Norton eða Damon) hafi verið orðinn hörkuspilari eftir myndina...
ReplyDelete6 stig.