Wednesday, October 28, 2009
Chinatown
Chinatown (1974)
Chinatown er mynd eftir leikstjórann Roman Polanski með þau Jack Nicholson og Faye Dunaway í aðalhlutverkum. Hún fjallar um einkaspæjarann J.J. Gittes (Nicholson) sem er fenginn til þess að rannsaka framhjáld hjá ríkri konu, en leiðist síðan út á nýjar brautir þar sem hann finnur vísbendingar til þess að morð hafi verið framin og finnur strax að allt er ekki með réttu.
Mér fannst margt mjög gott og skemmtilegt við Chinatown. Mér fannst myndatakan alveg frábær. Roman nær mörgum virkilega flottum skotum líkt og þegar maður sér hvað Gittes er að horfa á í gegnum myndavélina með því að sjá speglun af fólkinu í linsunni ( þegar hann var uppi á þaki að spæja um Hollis Mulwray) og svo fannst mér líka öll bílaskotin flott. Leikararnir eru nottla bara hreint út sagt frábærir og finnst mér Jack Nicholson skara þar sérstaklega fram úr. Hann er kornungur í þessari mynd og er greinilegt að hann átti eftir að ná langt í kvikmyndabransanum eftir þessa frammistöðu. Mér fannst handritið ágætt, ekkert rosalegt, en mér fannst flæðið í myndinni ekki alveg nógu gott og mér fannst hún á köflum verða frekar atburðalítil og ekki mikið að gerast sem gerði það verkum að ég missti svolítið áhugan.
Hins vegar er Chinatown mjög vöndum og flott mynd með mörgum frábærum leikurum og náttúrulega snilldarlegum leikstjóra. Ég mæli því hiklaust með að fólk sjái þessa mynd því hún var fínasta skemmtun.
Hér er svo trailerinn:
http://www.youtube.com/watch?v=3aifeXlnoqY
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 stig.
ReplyDelete