-poster.jpg)
Nord (2009)
Nord er norsk gamanmynd sem fjallar um þunglynda skíðagarpinn Jomar og tilraun hans til þess að losna úr því niðurdrepandi ástandi sem hann er fastur í . Þegar hann fréttir að hann gæti verið orðinn faðir leggur hann af stað í ferð norður í leit að barninu sínu. Á leið sinni lendir hann í hinum ýmsu uppákomum og hittir skrautlega karaktera.
Mér fannst Nord vera mjög góð og á köflum virkilega fyndin. Leikarinn í aðalhlutverkinu, Anders Baasmo Christiansen, stendur sig með prýði og túlkar hinn þunglynda skíðavörð á mjög skemmtilegan hátt. Margir af þeim persónum sem hann hittir á leið sinni eru einnig mjög vel leiknar. Þá sérstaklega ungi strákurinn á túrtappafylleríinu og fannst mér fundur þeirra tveggja vera alveg frábær.

Nord var sýnd á RIFF-kvikmyndahátíðinni og var hún ein af uppáhalds myndunum mínum á hátíðinni. Ég mæli því eindregið með henni og fannst mér hún fínasta skemmtun.
Trailer:
4 stig.
ReplyDelete