Wednesday, September 30, 2009
Nord (2009)
Nord (2009)
Nord er norsk gamanmynd sem fjallar um þunglynda skíðagarpinn Jomar og tilraun hans til þess að losna úr því niðurdrepandi ástandi sem hann er fastur í . Þegar hann fréttir að hann gæti verið orðinn faðir leggur hann af stað í ferð norður í leit að barninu sínu. Á leið sinni lendir hann í hinum ýmsu uppákomum og hittir skrautlega karaktera.
Mér fannst Nord vera mjög góð og á köflum virkilega fyndin. Leikarinn í aðalhlutverkinu, Anders Baasmo Christiansen, stendur sig með prýði og túlkar hinn þunglynda skíðavörð á mjög skemmtilegan hátt. Margir af þeim persónum sem hann hittir á leið sinni eru einnig mjög vel leiknar. Þá sérstaklega ungi strákurinn á túrtappafylleríinu og fannst mér fundur þeirra tveggja vera alveg frábær.
Handritið er mjög gott og finnst mér samtölin flæða vel. Myndin hefur marga frábæra karaktera sem hver og einn hafa eitthvað sérstakt upp á að bjóða. Annað sem heillaði mig mikið við þessa mynd var landslagið og voru mörg gríðarlega flott skot af náttúru Noregs. Mörg þeirra minntu mig á Into the Wild (2007) sem mér finnst frábær mynd. Tónlistin spilaði einnig stóran þátt í hversu vel heppnuð þessi atriði voru og fannst mér tónlistin í myndinni yfir höfuð vera mjög góð.
Nord var sýnd á RIFF-kvikmyndahátíðinni og var hún ein af uppáhalds myndunum mínum á hátíðinni. Ég mæli því eindregið með henni og fannst mér hún fínasta skemmtun.
Trailer:
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 stig.
ReplyDelete