Friday, April 16, 2010

Færslupöntun

Þegar var komið að því að velja valfög á seinasta ári var ég ekki alveg viss um hvað ég vildi læra en kvikmyndagerð virtist vera einn besti kosturinn. Ég hef alltaf haft gaman af kvikmyndum og öllu því tengdu og því tilvalið að læra meira um það. Ég hafði líka bara heyrt góða hluti um þetta námskeið og margir sem mæltu með því. Þegar þrír af sex tímum á viku fara í það að horfa á myndir þá hljómaði kvikmyndagerð sem mjög góður kostur. Ég hafði ekkert svo miklar væntingar til áfangans í fyrstu og vissi ekki alveg við hverju mátti búast en satt að segja hélt ég að námskeiðið væri töluvert öðruvísi en kom í ljós. Ég vonaðist til að læra meira um hvaða vinna fer í það að búa til stuttmyndir og hef ég óneitanlega lært mikið um það í vetur. Ég bjóst samt ekki við því að svo mikill hluti kennslunnar færi í glærushow og hélt að tímarnir yrðu meira verklegir þar sem nemendurnir tóku meiri þátt í kennslunni, en á sama tíma kanski soldið erfitt að kenna þetta efni öðruvísi en með powerpoint-glærum. Mér finnst líka áherslunar á námsefninu vera aðeins öðruvísi en ég hélt og t.d. kanski fullmikill tími fara í gerð handrita og finnst mér satt að segja ég ekki hafa lært neitt rosa mikið af þeirri kennslu. Ég hélt að áherslurnar á kvikmyndasögunni væru meiri og kanski meiri umfjöllun um íslenska kvikmyndagerð og frægar myndir sem íslendingar hafa gert. Svo fannst mér líka frekar lítið kennt um hinar ýmsu starfsgreinar innan kvikmyndagerðar svo sem klippara og tökulið og þess háttar en mér fannst eins og eina áherslan væri á leikstjórum. Ég hef t.d. ekki mikinn áhuga á að verða leikstjóri en það er svo mikið meira sem liggur að baki við gerð kvikmynda að ég myndi vilja fræðast meira um hinar starfsgreinarnar. Ég heyrði einhverstaðar einhvern tala um að fá aðra einstaklinga en leikstjóra til að koma og vera með kynningu um starfsvið sitt svo sem klipparar og myndatökumenn og finnst mér það mjög góð hugmynd. Ég bjóst líka við að við myndum gera aðeins fleiri stuttmyndir en ég skil að það getur verði erfitt með aðeins eina tökuvél og eina klippitölvu og tíminn af skornum skammti.

  • hvað tókst vel og hvað mætti betur fara:
Mér fannst margt mjög gott við áfangann og frábært að fá að kynnast aðeins gömlum myndum á borð við The General og Notorious, en ég hafði ekki séð margar slíkar myndir áður og vöktu þær áhuga hjá mér á slíkum myndum. RIFF-hátíðin var líka einn af hápunktum námskeiðisins og fannst mér hún mjög vel heppnuð. Fyrirlestrarnir sem við héldum voru líka mjög áhugaverðir og um skemmtileg efni og fékk mig til að fræðast meira um hluti sem ég hafði ekki mikið séð áður eins og t.d. Hayao Miyazaki og animemyndir.
Hins vegar fannst mér sumt vera mun síðra og of mikið af glærum og tímum þar sem maður átti hreinlega mjög erfitt að einbeita sér. Annað sem mér finnst líka frekar slappt voru ferðirnar sem við fórum á í bío, en mér finnst ekki að þær ættu að vera skyldumæting. Margar af myndunum hafði ég engan áhuga á sjá og hvað þá borga mig inn á í bío, en ég skil samt mikilvægi þess að við hefðum séð þær fyrir leikstjóraheimsóknirnar. Mér fannst líka maður lenda í frekar miklum tímaþröng fyrir lokaverkefnið og bitnaði það að hluta á gæði myndanna. Aðeins meira skipulag og strangari skilafrestir á verkefnunum eru bara til hins betra. Þó svo að ég viti að tímaþrönginni er að mestu leyti mér sjálfum að kenna þá fannst mér stundum óljóst hvenær átti að vera búið að skila af sér verkefnum. Kanski aðeins skýrari fyrirmæli myndu létta fyrir nemendum.

Þegar það eru svo margir nemendur í áfanganum og aðeins ein myndavél er auðvitað mjög erfitt að skipuleggja tíma fyrir hvern hóp fyrir sig en mér þætti það frábært ef hægt væri að troða einni mynd í viðbót inn á önnina. Skilafrestur fyrir hvern hóp fyrir sig væri kanski full strangt og margir ósáttir við það en ég held að það gæti verið eina leiðin til að ná að gera fleiri myndir á hverri önn. Kanski fær hópur myndavélina í nokkra daga og þarf síðan að skila þér myndinni fullgerðri viku seinna eða eitthvað slíkt. Mér finnst samt lang skemmtilegast að sjá allar myndirnar í einu en þá gætir þú kanski bara geymt myndirnar sem eru kláraðar og síðan sýnt þær allar, eða hluta þeirra á fyrirfram ákveðnum sýningardegi.
Ég held að það geri það ekkert mikið einfaldara ef þú myndir taka við myndavélinni og næsti hópur síðan fái hana frá þér. Mér fannst það ekkert verra að fá hana frá hópnum á undan. Skiladagar á suttmyndunum mættu samt alveg vera fyrr. Mér finnst hiklaust að þú ættir að setja skildag á heimildamyndina fyrr og sama sinnis lokaverkefnið. Ég veit að margir voru að hugsa um mikilvægari hluti en að gera stuttmynd þegar stúdentsprófin fóru að nálgast.
Ég held ekki að stig fyrir komment muni hvetja fólk til að vera mikið virkara en mér finnst sama sinnis að bloggið sé of stór hluti af námskeiðinu. Mér finnst fínt að blogga af og til um myndir sem ég hef gaman af en þegar maður þarf að kreista fram 80 stig á önn verður þetta allt frekar þreytt og leiðinlegt. Hægt væri kanski að koma upp öðruvísi stigakerfi þar sem 10 stig væri ekki það mesta sem hægt væri að fá því mér finnst mjög mikið misræmi vera í stigagjöfinni, þar sem hægt er að fá of lítið af stigum fyrir löng blogg og of mikið af stigum fyrir innihaldslítil og léleg blogg.

Í heildina litið er ég nokkuð ánægður með námskeiðið en þó margt sem hægt er að bæta. Mæli samt hiklaust með þessu vali fyrir þá sem hafa áhuga á kvikmyndagerð en ég lærði margt á þessu ári um hina ýmsu hluti tengda kvikmyndum.

1 comment:

  1. Fullt af fínum athugasemdum. Það er alveg rétt hjá þér að maður dettur allt of oft í powerpoint-gryfjuna. Og ég er líka alveg sammála því að það væri gaman að fá klippara, handritshöfunda, kvikmyndatökumenn og fleiri í heimsókn, frekar en bara leikstjóra.

    10 stig.

    ReplyDelete