
The Blind Side
The Blind Side er mynd frá árinu 2009 sem fjallar um sögu Michael Oher sem átti mjög erfiðan uppvöxt þar sem mamma hans var eiturlyfjafíkill og hann færðist á milli fósturheimila. Eftir að

The Blind Side er falleg mynd sem er byggð á sannri sögu. Ákveðið var að gera mynd í kjölfar samnefndar bókar sem kom út árið 2009 og er skrifuð af Michael Lewis. Handritið að myndinni var skrifað af John Lee Hancock sem leikstýrði henni líka. Sagan af Michael Oher er mjög einstök og þar sem myndin er byggð á raunverulegri ævi hans fær hún ákveðna dýpt og er ekki einhver íþróttasaga sem er skrifuð af handritshöfundum sem hafa horft of mikið á íþróttir og þannig fengið hugmynd að handriti. Mér finnst hún gríðarlega vel skrifuð og segir sögu hans á mjög góðan hátt þar sem maður finnur virkilega til með honum á köflum. Þó svo að handritið er ekki að öllu leyti skrifað eins og gerðist í raun og veru þá finnst mér það ekkert koma að sök í myndinni. Kanski fremur ólíklegt að vellauðug suðurríkjafjölskylda skyldi ákveða að bjóða stórum svörtum strák inn á heimili sitt þegar þau sjá hann labba einan úti í rigningunni. Ég hef reyndar séð viðtal við alvöru fjölskylduna og þau tóku hann ekki inn til sín fyrstu nóttina eins og gerist í myndinni, heldur skutluðu þau honum á strætóstöð svo hann gæti komist heim fljótar. Svona smáatriði er oft

Hér er stutt mynd um söguna sem myndin er byggð á og viðtöl við Michael og Tuohy fjölskylduna:


Mér fannst myndin í heild sinni mjög góð og vel heppnuð. Sagan er kanski soldið klisjukennd á köflum en samt mjög vel sögð. Í lok myndarinnar fær maður líka að sjá Michael Oher og Tuohy fjölskylduna í raunveruleikanum og finnst mér það mjög flott. Góður leikur, falleg saga og vel gerð mynd gerir The Blind Side að afbragðsafþreyingarefni fyrir alla. Mæli ég því hiklaust með henni.
Hér er síðan trailerinn:
Flott færsla. 7 stig.
ReplyDelete