Wednesday, April 14, 2010
The Departed (2006)
The Departed
The Departed er mynd leikstjórans Martin Scorsese frá árinu 2006. Lögreglan í Massachusets er í hörðu stríði við glæpasamtök í Boston og fær til liðs við sér Billy Costigan (Di Caprio) sem þykist vera glæpamaður og kemur sér inn í innsta hring mafíunnar, sem stjórnuð er af Frank Costello (Nicholson). Á sama tíma hefur Costello látið Colin Sullivan (Damon) klára lögregluskóla og hann fer hratt upp metorðastiga löreglunnar en á sama tíma vinnur hann leynilega fyrir Costello. Þegar grunur liggur á um svikara bæði í lögreglunni og mafíunni eru þeir báðir í hættu um að verða uppljóstraðir. Þeir verða því að finna út hver svikarinn í hinum hópnum er til að geta bjargað sjálfum sér.
The Departed er mjög góð mynd sem skartar fullt af frábærum leikurum. Þar má helst nefna Leonardo Di Caprio sem stendur sig með prýði en það gerir Matt Damon líka, þó finnst mér Jack Nicholson virkilega skara framúr. Hann er einn af mínum uppáhalds leikurum og mér finnst hann skila frábærri frammistöðu sem sýnir virkilega hversu hæfileikaríkur leikari hann er. Mark Wahlberg er líka mjög góður í henni og var m.a. tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir leik í aukahlutverki. Handritið er gott og sagan mjög skemmtileg og heldur manni við efnið. Myndin er endurgerð af asísku myndinni Mou gaan dou (e. Infernal Affairs) sem kom út árið 2002 og var handritið því í raun endurgerð af upprunalega handritinu. Þrátt fyrir það hlaut William Monahan óskarsverðlaun fyrir handritið (Best Writing, Adapted Screenplay) og sýnir það hversu vel honum tókst. Myndatakan og allt því tengt er gott en samt ekkert sem gerir hana neitt sérstaklega eftirtektarverða. Martin Scorsese stendur sig frábærlega og finnst mér The Departed vera ein af hans bestu myndum. Hún hlaut 4 óskarsverðlaun árið 2007 og meðal þeirra var óskar fyrir bestu leikstjórn. Myndin naut mikilla vinsælda á sínum tíma og er m.a. í sæti nr. 50 á topp 250 lista imdb.com.
Mér fannst the Departed vera mjög góð mynd í nánast alla staði. Hún var skemmtileg, vel leikin, vel skrifuð og hélt manni við efnið alla myndina. Mæli eindregið með henni fyrir alla þá sem ekki hafa séð hana því hún er fínasta skemmtun og í heildina litið mjög góð mynd.
Hér er síðan trailerinn:
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Ágæt færsla. 5 stig.
ReplyDelete