
Howl's Moving Castle
Howl's Moving Castle (j. Hauru no Ugoku Shiro) er anime mynd eftir japanska leikstjórann Hayao Miyazaki. Hún fjallar um ungu stúlkuna Sophie sem fær á sig álög frá gamalli norn og breytist þannig í gamla konu. Hún leggur af stað í för til þess að reyna að finna leið til þess að losna undan álögunum en á leiðinni kemst hún í kynni við galdrakarlinn Howl, sem býr í fremur einkennilegum kastala sem getur hreyft sig. Howl hefur það orðspor að taka hjörtu ungra kvenna og hræðist Sophie hann mjög í fyrstu en síðan kemur í ljós að hann einn gæti hjálpað henni að losna undan álögunum.

Annars er myndin frábærlega vel teiknuð en við öðru er ekki að

Annað sem einkennir myndir Miyazaki er frábær tónlist en hún er samin af Joe Hishaishi sem semur alla tónlist fyrir myndirnar hans. Tónlistin er mjög mikilvæg í myndinni til þess að gefa henni þessa fantasíu fílingu sem hún hefur og finnst mér tónlistin stuðla að mörgu leyti að því hversu heillaður ég var af myndinni.
Hér er smá bútur þar sem má heyra aðal lag myndarinnar:
Howl's Moving Castle er frábær mynd sem ég mæli eindregið með, ekki bara fyrir þá sem hafa horft mikið á anime myndir. Hún er góð í nánast alla staði og því frábær skemmtun sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Hér er hægt að sjá myndina í fullri lengd: (fremur léleg gæði samt)
How'ls Moving Castle
Hér er svo trailerinn fyrir ensku útgáfuna:
Flott færsla. 7 stig.
ReplyDelete