Thursday, February 25, 2010
Notorious (1946)
Notorious
Ég missti því miður af tímanum þegar við horfðum á Notorious í skólanum en í staðinn gat frænka mín lánað mér myndina og horfði á hana fyrir stuttu.
Notorious er mynd eftir Alfred Hitchcock frá árinu 1946 og gerist að mestu leyti í Rio de Janeiro. Hún fjallar um Aliciu Huberman (Ingrid Bergmand) en faðir hennar, sem var Þjóðverji, hefði unnið í mörg ár sem njósnari fyrir Þjóðverja í Bandaríkjunum. Hann var síðan tekinn fastur og settur í fangelsi þar sem hann framdi sjálfsmorð. Aliciu finnst að faðir hennar hafi svikið land sitt og skammast sín mjög fyrir hann. Þegar síðan maður að nafni Devlin (Cary Grant) biður Aliciu um að njósna um hóp Nasista í Rio De Janeiro, sér Alicia tækifæri til þess að bæta upp fyrir svik föður síns. Í leiðinni verður Alicia ástfangin af Devlin og allt verður mjög flókið.
Notorius var fínasta skemmtun með mörgum eftirminnilegum atriðum. Ingrid Bergman og Cary Grant eru frábær í henni og sýna bæði afbragðsleik. Veit ekki hversu mikið ég get sagt um þessa mynd en mér fannst hún fínasta skemmtun þó svo að hún var örlítið langdregin á köflum en í heildina litið mjög góð mynd. Ein af uppáhalds myndunum mínum eftir Hitchcock.
Hér er smá klippa af einu atriði með þeim Bergman og Grant:
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 stig + mæting.
ReplyDelete