Saturday, February 27, 2010

The Final Destination (2009)



The Final Destination
The Final Destinaion er fjórða myndin í Final Destination seríunni og vona ég innirlega að þetta sé líka sú síðasta. Hún fylgir sama söguþráð og allar hinar myndirnar, en það er að aðalpersónan og vinir hans, sem alltaf er kærasta hans og tveir vinir, þar sem vinirnir rífast og hata hvort annað en eru samt bestu vinir kærustuparsins. Síðan sér einn af þeim sýn sem er líkt og draumur þar sem slys á sér stað og þau deyja öll, ásamt fjölda annarra sem er staddur á sama stað. Síðan vaknar sú persóna og fattar að slysið er ekki búið að eiga sér stað og á eftir að gerast aftur en þá platar hann hópinn til að forða sér og þá fylgir hópur annarra með þeim. Síðan á slysið sér stað þar sem þau áttu öll að deyja samkvæmt áætlun "Dauðans". Nokkru seinna byrjar fólkið sem lifði af að deyja á undarlegan hátt, en þá er dauðinn kominn aftur og er að drepa þau öll í þeirri röð sem þau áttu upprunalega að deyja í slysinu. Aðalpersónan fattar þetta og reynir síðan að hindra að fólkið deyji.

The Final Fantasy er eins og ég sagði alveg eins og hinar myndirnar í seríunni og því verður hún afskaplega fyrirsjáanleg. Til þess að bæta gráu ofan í svart þá er heldur aðalpersónan áfram að fá þessa drauma um hvernig fólk á eftir að deyja og því fær maður að sjá hvernig allir eiga eftir að deyja áður en þau lenda í því. Þetta gerir það að verkum að það er ekki einusinni spennandi þegar maður finnur á sér að einhver eigi eftir að deyja, því maður er búinn að sjá hvernig fyrr í myndinni! Því er ekkert sem kemur á óvart og gerir þessa mynd ennþá verri. Auk þess er alveg hræðileg tölvutækni notuð í myndinni sem er líka á mörgum stöðum algjör óþarfi. Myndin var upprunlega gerð í 3D og átti það að gera hana svaka flotta, en öll þrívíddaratriðin í myndinni eru meira eða minna einhverjir hlutir sem skjótast í myndavélina og gera mann í raun bara meiri pirraðan en maður er fyrir. Svo er svaka flott þrívíddaratriði þar sem aðalpersónurnar eru í bío, að horfa á 3D mynd! Þar fær þrívíddin virkilega að njóta sín. Leikararnir í myndinni eru típískir B-mynda leikarar og standa í raun fyrir sínu sem slíkir. Þó finnst mér öryggisvörðurinn vera alveg með verstu leikurum sem ég hef séð lengi og í raun synd að hann hafi ekki verið látinn deyja aðeins fyrr í myndinni.

Þegar ég horfði á The Final Destination vissi ég alveg við hverju ég mátti búast en í rauninni horfði ég á hana í djóki en ég get alveg viðurkennt að ég hló nokkuð mikið þó svo að hún átti alls ekki að vera gamanmynd. Hún er tilvalin fyrir þá sem vilja heyra lélega "one-liner"-a og of mikið af lélegum tölvubrellum en annars er The Final Destination afskaplega léleg mynd.

Trailer:

1 comment:

  1. Ágæt færsla. Furðuleg tilhneiging hjá Hollywood síðustu árin að gera sequel sem heitir eiginlega það sama og upprunalega myndin (The Final Destination, Fast & Furious).

    7 stig.

    ReplyDelete