Tuesday, March 9, 2010

Memories of Murder (2003)


Memories of Murder
Memories of Murder eða Salunui cheueok eins og hún heitir upprunalega er suður-kóresk mynd eftir leikstjórann Joon-ho Bong frá árinu 2003. Hún fjallar um tvær löggur á landsbygðinni sem rannsaka hroðaleg morð á ungum konum. Aðferðir þeirra eru vægast sagt óhefbundnar en þeir pýnta og nota ofbeldi til þess að yfirheyra grunaða. Þeim til aðstoðar kemur svo lögreglufulltrúi frá stórborginni en hann telur að morðin á ungu stulkunum séu tengd og að raðmorðingi sé á ferðinni. Þegar fleiri konur finnast myrtar með svipuðum aðferðum og þær fyrri byrja þeir að finna vísbendingar sem munu leiða þá til morðingjans.

Mér fannast Memories of Murder vera ágæt mynd. Ekkert sérstök en mér fannst margt skemmtilegt við hana. Mér finnst oft gaman af því að sjá löggumyndir frá öðrum stöðum en Hollywood og mér fannast Memories of Murder hafa sinn eigin blæ af slíkum myndum. Mér finnst leikstjóranum skila ágætis mynd en mér finnst hún samt ekkert framúrskarandi. Leikurinn er ágætur en í heildina litið fannst mér hún svolítið langdregin á köflum. Það er alltaf gaman að sjá myndir frá Asíu en mér fannst Memories of Murder ekkert sérstök. Fín skemmtun á köflum en s.s. ekkert sérstök.

Hér er síðan trailerinn:

1 comment: