Wednesday, September 30, 2009

Dead Snow (2009)

Dead Snow (2009)
Dead Snow eða Död Snö eins og hún heitir á móðurmálinu er norsk splattermynd sem fjallar um hóp læknanema sem fara saman í frí upp í kofa í norsku fjöllunum. Þar lenda þau í greipunum á glorsoltnum, þýskum nasista-uppvakningum sem augljóslega gera þeim lífið leitt.

Þegar ég skoðaði dagskránna fyrir RIFF kvikmyndahátíðina vakti Dead Snow strax áhuga minn. Vinur minn hefði séð hana áður og mælt eindregið með henni. Ég vissi ekki alveg við hverju ég mátti búast þegar ég gekk inn á norska zombie-splattermynd og var því ekkert með allt of háar væntingar. Þegar ég heyrði fyrst söguþráðinn velti ég því fyrir mér hvort þetta væri svipuð mynd og Reykjavik Whale Watching Massacre, þar sem leikstjórinn var að taka sín fyrstu skref í splattermyndagerð, handritið einfaldlega lélegt og leikararnir vægast sagt ekki upp á marga fiska.

Sem betur fer var Dead Snow svo gríðarlega mikið betri að það er nánast hlægilegt. Mér fannst Dead Snow frábær. Tæknibrellurnar voru mjög vel heppnaðar og gáfu myndinni ákveðinn karakter. Það voru fullt af mjög góðum hugmyndum sem ég hafði aldrei séð áður og voru frábærglega vel útfærðar. Tæknibrellurnar fóru langt fram úr mínum væntingum og er ánægjulegt að sjá hversu vel norræn mynd gat sýnt fram á svo flottar brellur. Búningarnir og gervið sem uppvakningarnir voru með var einnig vel heppnað þar sem ég gæti vel trúað að nasista-uppvakningur lyti einhvern vegin svona út:

Mér fannst leikararnir bara í meðallagi. Enginn var frábær en engin sýndi heldur fram á lélegan leik. Mér fannst mjög skemmtilegt hvernig hver persóna hafði sinn eigin persónuleika og maður gat þannig haft samúð með þeim þegar nasista-uppvakningarnir slitu þá í tætlur. Allavegana mun meiri samúð en með fólkinu í RWWM.

Handritið var mjög gott. Mikið af fyndnum bröndurum sem virkilega kítluðu hláturtaugarnar og þó svo að ég efaðist um söguþráðinn fannst mér handritið skila skemmtilegri atburðarás.

Dead Snow var mjög góð skemmtun og mæli ég eindregið með henni fyrir þá sem fíla norskt nasista-splatter.

Hér er svo trailerinn fyrir myndina:

1 comment: